Hlaðvarpið
100. Óli Jóns
- Autor: Vários
- Narrador: Vários
- Editor: Podcast
- Duración: 0:44:56
- Mas informaciones
Informações:
Sinopsis
Þá er komið að þætti 100 af hlaðvarpinu með Óla Jóns. Þegar stefndi í að þessi þáttur væri á næsti leiti spurði ég á Linkedin hvern fólk vildi sjá í þessum hundraðasta þætti. Þórarinn Hjálmarsson stakk upp á því að tekið yrði viðtal við mig Óla Jóns og þessa vegferð. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn og úr varð að hann tók viðtal við mig. Þórarinn sem er markaðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi viðskipta- og hagfræðinga (FVH) ásamt því að vera stundarkennari í markaðsfræði. Fyrir um sjö árum síðan ákvað hann og kona hans að fá sér hund og átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi þeirra til hins betra. Með hundinum fylgdi mikil hreyfing en það gat þó verið erfitt að koma sér fram úr klukkan 5 á morgnana til að hreyfa hundinn. Óli byrjaði að hlusta á erlend hlaðvörp um sölu og markaðssetningu til að stytta sér stundir og skemmta sér í göngutúrunum. Hann les að jafnaði um eina bók um markaðsmál á viku, til að halda í við síbreytilegan markað og hlaðvörp var önnur leið til að bæta